Öll okkar hlið hafa verið galopin á landamærunum og kristinn kærleikur er svo magnaður að hér eru nægar vistarverur eins og í himnaríki.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Danir hafa verið taldir umburðarlyndir og seinþreyttir til vandræða. Ekki gat ég annað en dáðst að snerpu þeirra þegar ofbeldishneigður maður barði forsætisráðherra Danmerkur úti á götu, þrjóturinn var dreginn fyrir dómara og fékk fjóra mánuði í tukthúsinu og til viðbótar strax og refsingu lýkur vísað úr landi og má ekki koma til Danmerkur næstu fimm árin. Þetta er trúlega gert samkvæmt löggjöf sem tekin er úr Grágásarlögum sem giltu líka hér á landinu og var fyrsta löggjöf Íslendinga og voru margir dæmdir útlægir eftir þeirri löggjöf, þar á meðal Gunnar vinur minn á Hlíðarenda og Brennu-Flosi eftir harmleikinn á Bergþórshvoli árið 1011. En sumir hans manna fengu svo harðan dóm að þeir máttu aldrei stíga fæti á íslenska jörð aftur.

Hins vegar er umburðarlyndið og ímynduð gæska að verða Íslands mesta böl og kostar orðið eins

...