— Morgunblaðið/Eggert

Það var allt að verða klárt í miðborginni síðdegis í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni. Mikil vinna fer í að gera hlaupabrautina klára, enda lokað fyrir umferð um fjölda gatna á meðan Reykjavíkurmaraþonið fer fram.

Grindur, fánar, drykkjarstöðvar og síðast en ekki síst rásmark þarf að vera á sínum stað þegar hlauparar eru ræstir kl. 8.40. Fyrstir af stað eru þeir sem hlaupa lengst, heilt maraþon. Þeir sem hlaupa hálfmaraþon eru ræstir klukkustund síðar ásamt þeim sem ætla að fara 10 kílómetra.

Klukkan tólf á hádegi nær hlaupafjörið svo hámarki þegar ræst er af stað í skemmtiskokkið. Þar hafa hlauparar um tvær vegalengdir að velja, 1,7 eða 3 km. » 20