Kvikmyndir Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg sagði Brian Cox, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Logan Roy í bandarísku þáttaröðinni Succession, kvikmyndageirann vera í slæmu horfi
Stórleikarinn Brian Cox
Stórleikarinn Brian Cox — AFP

Kvikmyndir Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg sagði Brian Cox, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Logan Roy í bandarísku þáttaröðinni Succession, kvikmyndageirann vera í slæmu horfi. Hann kenndi stórveldum á borð við Marvel og DC um breytta áherslu í bransanum á hagnað fram yfir gæði: „Sjónvarpið er að gera það sem kvikmyndagerð gerði áður. Ég held að kvikmyndalistin sé í slæmri stöðu […] og hafi gleymt tilgangi sínum.“ Hann sagði að þrátt fyrir að Deadpool v. Wolverine halaði inn miklar tekjur væri bara verið að gera sömu kvikmyndina enn og aftur enda vitað fyrir fram að þær geti skilað fyrirtækjum hagnaði.