Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Preston North End frá Silkeborg í Danmörku í síðasta mánuði. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur leikjum liðsins á tímabilinu til þessa og byrjað báða deildarleikina, …
Preston Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson kann vel við sig hjá enska félaginu Preston þrátt fyrir skrautlega byrjun innan og utan vallar.
Preston Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson kann vel við sig hjá enska félaginu Preston þrátt fyrir skrautlega byrjun innan og utan vallar. — Ljósmynd/Preston

England

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Preston North End frá Silkeborg í Danmörku í síðasta mánuði. Hann hefur komið við sögu í öllum þremur leikjum liðsins á tímabilinu til þessa og byrjað báða deildarleikina, gegn Sheffield United á útivelli og Swansea á heimavelli, í B-deild Englands.

Stefán var í fjögur tímabil hjá Silkeborg og lék sérlega vel á sínu síðasta tímabili í Danmörku, sem vakti athygli Preston.

„Ég var í viðræðum um nýjan samning við Silkeborg í svolítið langan tíma en þær gengu ekki upp og ég var opinn fyrir öðru, sérstaklega Englandi,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið.

...