Forthman Murff brosti breitt þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu.
Forthman Murff brosti breitt þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Forthman Murff skógarhöggsmaður komst í fréttirnar fyrir 40 árum þegar hann bjargaðist eftir að hafa næstum sagað af sér höfuðið.

Murff var að saga tré í Mississippi þegar vindhviða varð til þess að það féll á hann og hann festist með keðjusögina upp við hálsinn. Sögin var komin í gegnum barka, sinar og vöðva þegar honum loks tókst að drepa á henni, en hryggsúlan var heil þannig að höfuðið tolldi á búknum.

Murff fótbrotnaði einnig, en tókst að hoppa í jeppann sinn. Á leiðinni að bílnum þurfti hann að halla sér fram til að losa blóð úr öndunarveginum.

„Til allrar hamingju keyrði ég fram á fólk, sem kom mér á spítalann,“ var haft eftir Murff í Morgunblaðinu 11. ágúst 1984.

Með miklu snarræði tókst læknum að bjarga lífi Murffs. Helst var að

...