Búið er að kynna uppfærða samgöngusáttmálann svokallaða með pomp og prakt og allir helstu forystumenn bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu og í landsstjórninni búnir að undirrita hann, en samt er mörgum og risastórum spurningum ósvarað.

Sem dæmi þá er gert ráð fyrir að sérstök gjaldtaka af bílaumferð skili 13 milljörðum króna á ári frá og með árinu 2030 en ekkert hefur verið útfært hvernig þessi gjaldtaka á að vera eða hvernig hún á að leggjast á almenning. Ef gert er ráð fyrir að hún dreifist jafnt á íbúa svæðisins þá verður árlegur kostnaður fjögurra manna fjölskyldu um 200 þúsund krónur. En ætlunin er auðvitað ekki að kostnaðurinn dreifist jafnt á íbúana því að fólk keyrir mismikið og sumir eru ekki á eigin bíl. Upphæðin yrði því töluvert hærri fyrir bíleigendur að jafnaði.

Þá er gert ráð fyrir að notkun almenningsvagna þrefaldist,

...