Ragnhildur Þórðardóttir fæddist 12. nóvember 1951. Hún lést 30. júlí 2024.

Útför hefur farið fram.

Ragnhildur frænka mín hefur kvatt og haldið þann veg sem allir að lokum þurfa að ganga. Við ólumst upp hlið við hlið og milli Grundar og Geithamra var stutt bæjarleið og alltaf töluverður samgangur. Ragnhildur var fyrsta barnið sem ég man eftir að fæddist í nágrenninu. Ég man líka eftir því þegar hún var skírð í stofunni á Grund og Inga frænka hennar raðaði öllum minnstu krökkunum upp á skrifborðið hans Þórðar svo að við hefðum stúkusæti.

Þegar við Ragnhildur vorum fjögurra og níu ára og systkin okkar í skóla fékk hún að
koma ein í heimsókn. Eflaust hefur mamma hennar hringt og látið vita af gestinum og hægt var að fylgjast með henni frá báðum bæjum. Ragnhildur rifjaði þessa ferð stundum

...