Í Bandaríkjunum upplifi ég mikla neikvæðni og svartsýni og þungt andrúmsloft. Ég hef oft hugsað um það af hverju það stafi og er mjög þakklátur fyrir að hafa getað unnið hér og kynnst hinni hliðinni.“
„Í Bandaríkjunum er sérhæfð þekking læknisins nýtt til hins ýtrasta og aðstoðarfólk látið sjá um alla vinnu sem hægt er að taka af lækninum,“ segir Tjörvi Ellert Perry.
„Í Bandaríkjunum er sérhæfð þekking læknisins nýtt til hins ýtrasta og aðstoðarfólk látið sjá um alla vinnu sem hægt er að taka af lækninum,“ segir Tjörvi Ellert Perry.

Tjörvi Ellert Perry er yfirmaður hjartasvæfingalækninga á Háskólasjúkrahúsinu í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum eða Universtiy of Minnesota Medical Center, sem er eitt helsta bráðasjúkrahús í miðríkjum Bandaríkjanna. Þar hófst saga hjartaskurðlækninga um 1950 og þar hefur Tjörvi starfað undanfarin sex ár.

Tjörvi Ellert er 52 ára í dag en eins og nafn hans ber með sér er hann hálfur Íslendingur en móðir hans er Edda Valborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Faðir Tjörva er Stanton Perry sem nam læknisfræði við Háskóla Íslands eftir að hafa kynnst Eddu. Fjölskyldan flutti síðan til Bandaríkjanna þar sem Stanton kláraði sitt sérnám í barnahjartalækningum en þá voru börnin orðin tvö, Tjörvi sem þá var sjö ára og systir hans Ylfa Ýr þriggja ára, sem bæði eru læknar í dag. Þau eiga yngri bróður, Sölva Stein sem er listamaður.

...