Það er ljóst að samgöngusáttmálinn þarf að vera í stöðugri endurskoðun og mikið aðhald þarf að sýna í meðferð almannafjár.
Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson

Friðjón R. Friðjónsson

Niðurstaðan úr uppfærðum samgöngusáttmála er að það var fyrir löngu kominn tími til að taka samgöngur höfuðborgarsvæðisins föstum tökum. Formaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu eiga þakkir skildar fyrir að hafa sýnt forystu í málinu. Varast verður samt að líta á þá áætlun sem samgöngusáttmálinn er sem meitlaða í stein. Alþingi hefur fjárveitingarvaldið og hvorki ráðherra né aðrir geta breytt því, sú skattheimta sem áætluð er til að fjármagna nálega helming sáttmálans er ósamþykkt og alls ekki full sátt um hana. Að minnsta kosti er ljóst að hún getur ekki hafist fyrr en samgöngubætur eru vel á veg komnar. Það borgar enginn „flýtigjöld“ nema flýtirinn sé einhver. Óhjákvæmilegt er því að sáttmálinn verði endurskoðaður reglulega út frá forsendum breytinga á umferð, mannfjölda og því hvaða fjármagn er tiltækt.

...