Einar Már Guðmundsson leiðir samtal við færeyska rithöfundinn Carl Jóhan Jensen á höfundakvöldi í Norræna húsinu á morgun, sunnudaginn 25. ágúst, kl. 16. Þar munu þeir ræða verk og feril þess síðarnefnda. Samtalið fer fram á íslensku og mun Hanna í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, opna viðburðinn. Carl Jóhan er einn merkasti rithöfundur Færeyja í dag og hefur hann fjórum sinnum hlotið hin virtu færeysku bókmenntaverðlaun „Mentanarvirðisløn M.A. Jakobsens“. Hann hefur einnig verið tilnefndur nokkrum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.