Ég hef gleymt honum fram yfir miðnætti og ég hef hlaupið út á náttfötunum og það er fyndið að ég fæ alveg fyrir hjartað þegar ég lendi í þessu.
Hörður fyrir framan fánatillögu Kjarvals sem ekki varð fyrir valinu. Tveir saumaðir fánar af þessu tagi eru til í landinu.
Hörður fyrir framan fánatillögu Kjarvals sem ekki varð fyrir valinu. Tveir saumaðir fánar af þessu tagi eru til í landinu. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Þjóðfáninn íslenski er sennilega þekktasta tákn landsins. En hann hefur ekki verið það nema í rúma öld. Þá var það kóngur í Köben og fánanefnd skipuð fimm körlum sem ákvað að tillaga Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar skyldi verða þjóðfáni Íslands.

Þessi saga er margslungin og að einhverju leyti ósögð enn. Einn er sá maður sem vinnur að því að draga allt sem máli skiptir um hana fram í dagsljósið. Það er hönnuðurinn Hörður Lárusson sem árum saman hefur haft hugann við þjóðfánann og raunar marga aðra af svipuðum toga.

En áhuginn spratt fyrir hreina tilviljun. Árið 2008 ákvað Hörður að læra bókband ásamt góðum vinum. Þurfti hann í því sambandi að útvega sér gatslitna bók sem færa mætti í betra horf. Fór hann til Braga Kristjónssonar í Bókavörðunni og bað hann að selja

...