Prent Glass-Lucifer's Commission e. Woody.
Prent Glass-Lucifer's Commission e. Woody.

Í dag hefst ný sýning á verkum Steinu og Woodys Vasulka í BERG Contemporary. Um er að ræða verkið „Orku“ eftir Steinu sem frumsýnt var árið 1997 á Feneyjatvíæringnum en Steina var fyrsta konan til að fara þangað sem fulltrúi Íslands. Segir í tilkynningu að verkið hverfist í kringum náttúrumótíf, upptökur listamannsins af hreyfingum fugla og skordýra á Íslandi, lækjum og fossum, séð frá hinu óhefðbundna sjónarhorni kamerunnar.

„Steina hefur oftar en ekki lýst verkinu líkt og sinfóníu, en hún er klassískt menntaður fiðluleikari, þar sem verkið hefur eigið flæði, eitt tekur við af öðru. Vatn flæðir upp á við og til hliðar, og náttúrulögmálin eru endurskilgreind líkt og sýn okkar á náttúruna.“

Woody Vasulka lést árið 2019 en Steina Vasulka býr og starfar í Santa Fe í Bandaríkjunum þar sem hjónin bjuggu saman um árabil fyrir

...