Ef lesendur taka eftir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag sem klæddur er í rauða fótboltatreyju með stórri ljósmynd af Atla Eðvaldssyni aftan á, þá er ljóst að þar er á ferðinni Þjóðverjinn dr. Andreas Turnsek
EM 2017 Sif Atladóttir ásamt Stephanie og Andreas eftir landsleik hjá Sif.
EM 2017 Sif Atladóttir ásamt Stephanie og Andreas eftir landsleik hjá Sif.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Ef lesendur taka eftir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag sem klæddur er í rauða fótboltatreyju með stórri ljósmynd af Atla Eðvaldssyni aftan á, þá er ljóst að þar er á ferðinni Þjóðverjinn dr. Andreas Turnsek.

Andreas er hingað kominn ásamt eiginkonunni Stephanie en þau voru vinir Atla sem lést árið 2019 eftir baráttu við krabbamein. Andreas er frá Düsseldorf og hleypur 42 kílómetra en Stehpanie frá Hamborg hleypur 10 kílómetra. Andreas er mikill stuðningsmaður Fortuna Düsseldorf og fylgdist agndofa með keppnistímabilinu 1982-1983 þegar Atli raðaði inn mörkum fyrir liðið og varð næstmarkahæstur í þýsku Bundesligunni. Um aldarfjórðungi síðar tókust með þeim kynni þegar Atli var í Düsseldorf til að mennta sig frekar í knattspyrnuþjálfun.

...