Síðasti þáttur The Grand Tour kemur á Amazon hinn 13. september.
Síðasti þáttur The Grand Tour kemur á Amazon hinn 13. september.

Tímamót Eitt vinsælasta sjónvarpsþríeyki síðustu tvo áratugi er að fara í sína síðustu ferð saman. Síðasta vegferðin verður til Simbabve þar sem Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May fara með þrjá bíla sem þá hefur dreymt um að eignast: Lancia Montecarlo, Ford Capri og Triumph Stag. Þríeykið steig fyrst í sviðsljósið árið 2002 með hinum vinsæla bílaþætti Top Gear á breska ríkisútvarpinu. Þeir stýrðu þættinum saman til 2015 en þá var Clarkson rekinn fyrir líkamsárás á samstarfsmann og hættu Hammond og May í kjölfarið. Síðan 2016 hefur þríeykið stjórnað vinsæla þættinum The Grand Tour á efnisveitunni Amazon Prime.