Guðjón Helgi Ólafsson er skúffuskáld og pistlahöfundur í Flóanum.
Guðjón Helgi Ólafsson er skúffuskáld og pistlahöfundur í Flóanum.

Fólk og saga eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi fór með mér í ferðalag í sumar og kom að mestu leyti lesin heim. Í bókinni eru 10 sagnaþættir sem geta verið gagnlegir grúskurum, fer eftir áhugasviði og á heimleiðinni ákvað ég að skoða þáttinn um séra Odd á Miklabæ aðeins betur við tækifæri.

Hulduþjóðir Evrópu eftir Þorleif Friðriksson fékk líka að koma með í ferðalag. Kom sér vel því í henni er meðal annars kafli um Kasjúba-þjóðina í norðurhluta Póllands þar sem við dvöldum í nokkra daga. Gott að fá örlitla innsýn í sögu þeirra sem byggja staðina sem maður heimsækir.

Í sama ferðalag kom bókin: Við sagnabrunninn, sögur og ævintýri úr ýmsum löndum í endursögn Alans Bouchers og þýðingu Helga Hálfdánarsonar, að ógleymdum myndum Barböru Árnason.

Á náttborðinu er Hrópað úr tímaþvottavélinni eftir

...