Ég ákvað strax að reyna að vera ekki mikið innan um aðra Frakka því mig langaði að eignast íslenska vini og það hjálpaði mér að komast inn í lífið hér og menninguna.
Arthur nýtur lífsins á Íslandi en hann vann sig upp frá uppvaski yfir í að eiga veitingastað.
Arthur nýtur lífsins á Íslandi en hann vann sig upp frá uppvaski yfir í að eiga veitingastað. — Morgunblaðið/Ásdís

Má bjóða þér vatnsglas?“ spyr veitingamaðurinn Arthur Lawrence Sassi á fallegri íslensku. Hann býður blaðamanni til sætis í notalegum bás á La Cuisine, frönsku bistrói í Hafnartorgi Gallery. Arthur hefur búið hér í átta ár en er enn að læra okkar erfiða tungumál og skiptum við því yfir í ensku. Arthur hóf feril sinn hér á landi sem uppvaskari en hefur komið ár sinni vel fyrir borð; hann er nú eigandi og rekstrarstjóri veitingastaðar og faðir tveggja ára drengs. Arthur færir nú út kvíarnar því La Cuisine verður opnað í nýrri mathöll á Akureyri í haust.

Smjör og rjómi í norðri

„Áður var hér veitingastaðurinn Akur en við opnuðum hér í nóvember á síðasta ári. Ég breytti auðvitað nafninu og gerði staðinn að mínum, hannaður eftir mínu konsepti,“ segir Arthur, sem er borinn og barnfæddur Parísarbúi. Þar nam hann margmiðlunarfræði; nokkuð

...