Íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni um loftslagsmál var fellt niður og samstarf hafið í loftslagsmálum við ESB og þátttaka í viðskiptakerfi þess um losunarheimildir með óboðlegum kostnaði fyrir Íslendinga.
Valahnúkar við Dómadalsleið að Fjallabaki.
Valahnúkar við Dómadalsleið að Fjallabaki. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Albert Jónsson fv. fréttamaður og sendiherra, m.a. í Bandaríkjunum og Rússlandi, birti stórmerka grein á síðu sinni um „minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda“ (hér GH-lofttegunda) og er byggt á henni í þessu bréfi að breyttu breytanda. A.J. bendir á, að ríki heims eigi enn langt í að minnka losun, „svo hægi á hlýnun jarðar“ í samræmi við markmið samnings í París árið 2015. A.J. bendir á, að „sá grundvallarmunur sé á Íslandi og öðrum ríkjum, að hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap hér sé þegar mjög hátt og hærra en í flestum ríkjum“. Það gagnist þó lítt yfirlýstum markmiðum um „kolefnishlutleysi árið 2040!“ Hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku verður því, þvert á móti, til þess að Ísland á færri kosti en aðrir til að minnka slíka losun, nema helst með framræstu votlendi. Önnur sérstaða Íslands er sú, að átaki í kolefnisbindingu og endurheimt votlendis hefur verið lýst sem

...