Á öllum tímum skiptir það mestu máli að manneskjur alheimsins upplifi að þær séu ekki eyland. Það er gömul saga og ný.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Ég naut þess heiðurs í byrjun mánaðarins að vera heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og í Gimli í Manitobafylki í Kanada.

Ég, eins og margir aðrir Íslendingar, hef átt mér þann draum að heimsækja þessar slóðir og kynnast af eigin raun þeim staðháttum og samfélagi sem Íslendingar völdu sér sem ný heimkynni eftir að hafa flust frá Íslandi á erfiðum tímum hér á landi.

Ég held ég geti talað fyrir munn flestra sem heimsótt hafa þessar slóðir að það er lífsreynsla sem aldrei gleymist. Það er ólýsanlegt að finna gestrisnina, þjóðræknina og þrána eftir að halda í hina íslensku taug.

Seinni hluta nítjándu aldar lögðust kuldi, hafís og öskufall úr iðrum jarðar af miklum þunga á íslenska þjóð. Svo

...