Körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson tók við karlaliði Tindastóls eftir síðustu leiktíð og er á leiðinni í sitt fyrsta tímabil á Sauðárkróki. Mun hann þjálfa Tindastólsliðið meðfram því að þjálfa kvennalandslið Íslands
Reynslubolti Benedikt Guðmundsson er fluttur í Skagafjörð og kominn í draumavinnuna sína.
Reynslubolti Benedikt Guðmundsson er fluttur í Skagafjörð og kominn í draumavinnuna sína. — Morgunblaðið/Eggert

Krókurinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson tók við karlaliði Tindastóls eftir síðustu leiktíð og er á leiðinni í sitt fyrsta tímabil á Sauðárkróki. Mun hann þjálfa Tindastólsliðið meðfram því að þjálfa kvennalandslið Íslands. Benedikt kemur til Tindastóls frá Njarðvík, þar sem hann þjálfaði karlaliðið í þrjú ár.

„Þeir höfðu samband við mig fljótlega eftir að ég kláraði tímabilið með Njarðvík. Það var orðið ljóst í febrúar að ég yrði ekki áfram í Njarðvík. Ég hugsaði þetta vel og vandlega og niðurstaðan varð sú að ég yrði að prófa að búa í Skagafirðinum áður en ég hætti þessu. Þetta er staður sem maður verður að prófa.

Það er ákveðin stemning að búa í Skagafirði og

...