Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Haldið er upp á það í dag að Reykjavíkurborg fékk kaupstaðarréttindi hinn 18. ágúst 1786. Af því tilefni er venju samkvæmt blásið til Menningarnætur í Reykjavík þar sem íslensk menning í víðum skilningi fær notið sín fyrir augum og eyrum gesta. Í hugum margra markar Menningarnótt endalok sumarsins og þar með upphaf haustsins sem vonandi verður okkur öllum gæfuríkt. Eitt af því sem erlendir gestir nefna við mig í samtölum um Ísland er hversu blómlegt menningarlíf fyrirfinnst í Reykjavík. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér eins og við vitum. Um aldir hafa Íslendingar verið framsýnir þegar kemur að því að styðja við listamenn og búa menningunni sterka umgjörð til þess að vaxa og dafna. Með hverju árinu sem líður njótum við ríkari ávaxta af þeirri stefnu, með hverjum listamanninum sem stígur fram á sjónarsviðið og fangar athygli okkar sem hér búum, en ekki síður umheimsins.

Ragnar Kjartansson, Laufey, Björk,

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir