Sjónvarpsþættir og bíómyndir sem búa til alls konar mismunandi tilfinningar eru í uppáhaldi hjá ljósvaka. Hann hefur nú nýlokið við að horfa á allar fjórar seríurnar af þáttunum The Good Place, sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Netflix
Fyndinn Manny Jacinto er góður í þáttunum.
Fyndinn Manny Jacinto er góður í þáttunum. — AFP

Jóhann Ingi Hafþórsson

Sjónvarpsþættir og bíómyndir sem búa til alls konar mismunandi tilfinningar eru í uppáhaldi hjá ljósvaka.

Hann hefur nú nýlokið við að horfa á allar fjórar seríurnar af þáttunum The Good Place, sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Netflix.

Þættirnir eru ekki aðeins bráðfyndnir heldur fá þeir mann einnig til að hugsa, enda alls konar heimspeki áberandi. Fjalla þættirnir í mjög stuttu máli um að góða fólkið fari á góða staðinn, himnaríki. Slæma fólkið fer á slæma staðinn, til helvítis.

Nokkrar kostulegar persónur eru í þáttunum og var hinn sáraeinfaldi og sprenghlægilegi Jason Mendoza í sérstöku uppáhaldi. Manny Jacinto leikur hann einstaklega vel.

...