Um miðbikið taka flauturnar þó að hringhendast, það er æsingur og másað bæði og hvásað.
Þyrlar Flautuseptettinn viibra varð til árið 2016 en fyrsta plata hans hefur að geyma margslunginn hljóðheim.
Þyrlar Flautuseptettinn viibra varð til árið 2016 en fyrsta plata hans hefur að geyma margslunginn hljóðheim. — Ljósmynd/Anna Maggý

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það var fyrir átta árum, 2016, sem septettinn var settur á fót og þá fyrir tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur. Var það vegna plötunnar Utopia sem kom svo út ári síðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spennandi tónlistarverkefni fæðast vegna hennar, ég minnist grænlenska kvennakórsins og Wonderbrass-blásarasveitarinnar t.d. Utopia var eins og eftirspil við plötuna á undan, hina ægisorglegu og erfiðu Vulnicura. Á Utopia var hins vegar bjartara um að litast, tónheimurinn ævintýralegur og nánast eins og léttir/andvarp eftir þyngslin á undan. Flautur voru miðlægar, t.d. í kynningarefni og svo í tónlistinni sjálfri. Septettinn ferðaðist síðan með Björk um heiminn í kjölfarið og tók þátt í Cornucopia-sýningunni metnaðarfullu.

...