Einkenni sýkingarinnar sem hefur komið upp í skálum á gönguleið Laugavegar eru einkennandi fyrir nóróveirur, segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsakaði hópsýkingu sem kom upp í skála á Laugaveginum
Laugavegur Fjallaskáli Ferðafélags Íslands í Emstrum þar sem fyrstu tilfelli hópsýkingarinnar komu upp í gær. Unnið er að þrifum á skálanum.
Laugavegur Fjallaskáli Ferðafélags Íslands í Emstrum þar sem fyrstu tilfelli hópsýkingarinnar komu upp í gær. Unnið er að þrifum á skálanum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Einkenni sýkingarinnar sem hefur komið upp í skálum á gönguleið Laugavegar eru einkennandi fyrir nóróveirur, segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið.

Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsakaði hópsýkingu sem kom upp í skála á Laugaveginum. Þetta er önnur hópsýkingin á skömmum tíma sem kemur upp á Suðurlandi en fyrr í mánuðinum kom upp sýking á Rjúpnavöllum í Rangárþingi ytra.

Guðrún segir engin alvarleg veikindi hafa komið upp en að þeir sýktu kasti upp og þjáist af niðurgangi. Sumir hafi fundið fyrir vægum hita. Hún segir að búið sé að funda með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og heilsugæslunnar á Suðurlandi.

Að minnsta kosti 26 smitaðir

...