Feðginin Anna Gréta og Sigurður.
Feðginin Anna Gréta og Sigurður.

Flosason-fjölskyldan kemur fram á þrettándu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag á milli 15 og 17. Hljómsveitina skipa feðginin Sigurður Flosason á saxófón og Anna Gréta Sigurðardóttir sem syngur og spilar á píanó. Þá mun tengdasonurinn Johan Tengholm leika á kontrabassa og Einar Scheving spila á trommur. Segir í tilkynningu að skyldleiki Einars við fjölskylduna sé óskilgreindur og að flutt verði „fjölbreytt úrval djassstandarda í bland við stöku frumsamið lag“. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu og er aðgangur ókeypis.