„Við erum með nýja stofnun sem var að taka við verkefnunum. Ég hef lagt áherslu á það að keyra þessi verkefni eins hratt áfram og mögulegt er. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þetta samræmda mat hefjist 2025 í íslensku og stærðfræði.“…
Ólgusjór Ásmundur Einar svarar því hvað hann hyggist gera til að hífa íslenska grunnskólakerfið upp úr ruslflokki samkvæmt mælingum PISA.
Ólgusjór Ásmundur Einar svarar því hvað hann hyggist gera til að hífa íslenska grunnskólakerfið upp úr ruslflokki samkvæmt mælingum PISA. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Mogensson

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

„Við erum með nýja stofnun sem var að taka við verkefnunum. Ég hef lagt áherslu á það að keyra þessi verkefni eins hratt áfram og mögulegt er. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þetta samræmda mat hefjist 2025 í íslensku og stærðfræði.“

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mennta- og barnamála, í nýju viðtali á vettvangi Spursmála sem aðgengilegt er á mbl.is. Þar svarar hann fyrir þær breytingar sem hann hefur í hyggju að gera á grunnskólakerfinu en samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi verða samræmd könnunarpróf lögð af og nýr svokallaður matsferill innleiddur í staðinn. Fyrrnefnd próf hafa raunar ekki verið lögð fyrir nemendur síðan 2021 þegar alvarlegir hnökrar komu upp í tölvukerfi því sem prófin byggðust á.

...