Tónlist Gabríel og Klaudia hljóta viðurkenningu fyrir störf sín.
Tónlist Gabríel og Klaudia hljóta viðurkenningu fyrir störf sín.

Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk voru valin fyrir Íslands hönd á lista NOMEX yfir tuttugu einstaklinga undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum, eða Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz. NOMEX, Nordic Music Export, er samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa á Norðurlöndunum. Verðlaunaafhendingin fer fram á BY:LARM-tónlistarhátíðinni í Osló í september.

Gabríel er einn af stofnendum Reykjavík Orkestra og kom að því að setja upp hljóðver í Hörpu þar sem kvikmyndatónlist fyrir alþjóðleg verkefni er tekin upp, að því er segir í tilkynningu. Klaudia hefur, skv. tilkynningunni, komið íslenskri raftónlist aftur á kortið með kraftmikilli grasrótarstarfsemi sem nú er farin að vekja athygli erlendis og skapar íslenskum plötusnúðum stærri vettvang en hér hefur þekkst í 20 ár.

Íslensku dómnefndina í ár skipuðu þau Inga Magnes Weisshappel,

...