Ég ætlaði að skrifa um annað í dag, en sá þá færslu hjá náunga nokkrum: „Hvenær byrjaði þessi tíska að kalla alla skapaða hluti „torg“? Nú er þetta örugglega hið prýðilegasta fjölbýlishús – en torg er það ekki.“ Með…
Vindmyllutorg Bráðum kemur betri tíð með vindmyllur á Hagatorgi.
Vindmyllutorg Bráðum kemur betri tíð með vindmyllur á Hagatorgi.

Tungutak

Sigurbjörg Þrastardóttir

sitronur@hotmail.com

Ég ætlaði að skrifa um annað í dag, en sá þá færslu hjá náunga nokkrum: „Hvenær byrjaði þessi tíska að kalla alla skapaða hluti „torg“? Nú er þetta örugglega hið prýðilegasta fjölbýlishús – en torg er það ekki.“ Með fylgdi frétt um nýjar íbúðir á Grandatorgi og á myndinni var blokk sem vissulega stendur við umferðarhringtorg, en lengra náði (rómantísk) torgímyndin ei. Einhver benti á að sama gilti um Hafnartorg og Korputorg; þau væru ekki torg, orðið hljómaði bara vel.

Þá var ekki stætt á öðru en efna í pistil og skoða svipuð atriði. Eitt er hallir, sem víða rísa, þótt við eigum enga eiginlega höll. Mathallir

...