Pavel Dúrov
Pavel Dúrov

Pavel Dúrov, fransk-rúss­nesk­ur millj­arðamær­ing­ur og for­stjóri hins umdeilda sam­skipta­for­rits Tel­egram, sætir nú gæsluvarðhaldi í Frakklandi eftir að hann var handtekinn við komu til Parísar á laugardag.

Gef­in hafði verið út hand­töku­skip­an vegna rann­sókn­ar á meint­um brot­um Tel­egram en Dúrov er sakaður um að hafa ekki haft nein af­skipti af glæp­sam­legri notk­un á sam­skipta­for­rit­inu sem notað hefur verið til að skipuleggja ýmiskonar ólögleg athæfi. Telegram hef­ur skuld­bundið sig til láta aldrei af hendi upp­lýs­ing­ar um not­end­ur sína.

Yfirheyrslur yfir Dúrov standa nú yfir en á næstu dögum mun hann mæta fyrir dómara sem ákveður hvort honum verði sleppt úr haldi eða hann ákærður.