Knút Petur í Gong fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 27. júlí 1950. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 19. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Jenny Hentze í Gong, f. 3.5. 1916, d. 21.5. 1987, og Petur í Gong, f. 4.8. 1923, d. 15.5. 2003.

Knút ólst upp í stórum systkinahópi, en hann átti fimm systkini: Janus, f. 18. júní 1947, látinn, Sámal, f. 28. október 1948, Elsebeth, f. 16. nóvember 1951, Marjun, f. 18. ágúst 1953, og Helgi, f. 4. júlí 1955.

Knút gekk í barnaskólann í Þórshöfn og svo í verslunarskólann. Á sumrin var Knút á sjó frá 14 ára aldri og sigldi meðal annars til Grænlands. Eftir verslunarskólann lá leiðin til Danmerkur þar sem hann fór í frekara nám í verslun og viðskiptafræði.

Þegar Knút var um tvítugt kynntist hann Marjun Joensen,

...