Ísraelsher og hryðjuverkasamtökin Hisbollah skiptust í gær á stórfelldum loftárásum, og sögðu talsmenn hvorra tveggja árásir sínar hafa náð settum markmiðum. Talsmenn Ísraelshers sögðu að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir umfangsmikla árás…
Loftárásir Einn af árásardrónum Hisbollah-samtakanna sést hér springa í loft upp eftir að loftvarnarkerfi Ísraelshers náðu að skjóta hann niður.
Loftárásir Einn af árásardrónum Hisbollah-samtakanna sést hér springa í loft upp eftir að loftvarnarkerfi Ísraelshers náðu að skjóta hann niður. — AFP/Jalaa Marey

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ísraelsher og hryðjuverkasamtökin Hisbollah skiptust í gær á stórfelldum loftárásum, og sögðu talsmenn hvorra tveggja árásir sínar hafa náð settum markmiðum. Talsmenn Ísraelshers sögðu að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir umfangsmikla árás Hisbollah með því að verða fyrri til og hefðu um hundrað herþotur Ísraelsmanna náð að eyða „þúsundum“ eldflaugakerfa sem samtökin höfðu miðað á norður- og miðhluta Ísraels.

Talsmenn Hisbollah sögðust hins vegar hafa náð að skjóta um 320 eldflaugum og drónum á Ísraelsríki. Sagði leiðtogi samtakanna, Hassan Nasrallah, í sjónvarpsávarpi að loftárás Hisbollah hefði heppnast, en hún beindist meðal annars að Glilot-bækistöðinni, sem staðsett er í nágrenni Tel Aviv. Hún er sögð vera höfuðstöðvar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Ísraelsher sagði á móti að engin eldflaug eða dróni hefði náð að

...