Fjárfesting í fjölbreyttum samgöngumáta er samfélagslega mikilvæg, ekki síst hvað félagslegan jöfnuð og loftslagsmál varðar.
Orri Páll Jóhannsson
Orri Páll Jóhannsson

Miðvikudaginn 21. ágúst síðastliðinn urðu heilmikil tímamót fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu þegar endurskoðun samgöngusáttmálans var undirrituð af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga á svæðinu. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu á almenningssamgöngum til ársins 2040. Við þingmenn höfuðborgarsvæðisins hljótum öll að fagna þessu samkomulagi sem mun gerbreyta samgöngum og verða gríðarleg bót fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins og raunar landið allt, nú og til framtíðar.

Fjárfesting í fjölbreyttum samgöngumáta er samfélagslega mikilvæg, ekki síst hvað félagslegan jöfnuð og loftslagsmál varðar – hvort tveggja málefni sem við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði leggjum mikla áherslu á.

Vissulega er samgöngusáttmálinn umfangsmikill og gerður til langs tíma en verkefnið er líka stórt. Í lifandi samfélagi kemst

...