Valur er enn með eins stigs forskot á Breiðablik á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á FH, 4:2, á útivelli í 18. umferðinni í gærkvöldi. Var umferðin sú síðasta fyrir skiptinguna og úrslitaleikir á báðum endum töflunnar fram undan
Elt Jasmín Erla Ingadóttir úr Val með boltann í leiknum gegn FH-ingum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. Jasmín skoraði annað mark Vals.
Elt Jasmín Erla Ingadóttir úr Val með boltann í leiknum gegn FH-ingum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. Jasmín skoraði annað mark Vals. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Valur er enn með eins stigs forskot á Breiðablik á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á FH, 4:2, á útivelli í 18. umferðinni í gærkvöldi. Var umferðin sú síðasta fyrir skiptinguna og úrslitaleikir á báðum endum töflunnar fram undan.

Eru Valskonur með 49 stig, þrátt fyrir að FH hafi komist yfir með marki frá Hildigunni Ýri Benediktsdóttur á 14. mínútu. Valskonur svöruðu með fjórum mörkum, þar af tveimur frá Berglindi Rós Ágústsdóttur, áður en Berglind Freyja Hlynsdóttir minnkaði muninn í lokin með sínu fyrsta marki í efstu deild.

Valskonur hafa sýnt mikinn styrk í allt sumar með að vinna sér inn fullt af stigum eftir að hafa lent undir. FH verður í efri

...