Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi á laugardag er Menningarnótt fór fram. Í mörg horn var að líta þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni. Dagurinn hófst á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem José Sousa frá Portúgal kom fyrst­ur í mark í …
Næring Fólk á öllum aldri spókaði sig í miðborginni og naut bæði menningarinnar og ýmissa girnilegra veitinga. Húfa og hamborgari var málið.
Næring Fólk á öllum aldri spókaði sig í miðborginni og naut bæði menningarinnar og ýmissa girnilegra veitinga. Húfa og hamborgari var málið.

Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi á laugardag er Menningarnótt fór fram. Í mörg horn var að líta þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni.

Dagurinn hófst á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem José Sousa frá Portúgal kom fyrst­ur í mark í karla­flokki og Anca Ir­ina Faiciuc frá Rúm­en­íu fyrst í kvenna­flokki.

Í heildina tóku um 14.000 manns þátt í hlaupinu en boðið var upp á fjórar vegalengdir.

Hátíðin var svo formlega sett í Hjartagarðinum á hádegi. Mikið annríki var hjá borgarstjóranum Einari Þorsteinssyni sem ræsti bæði út maraþonið um morguninn og setti hátíðina.

Á Ingólfstorgi var mikið dans­stuð þegar Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir tveimur sýningum. Gestir fylgdust áhugasamir með og gæddu sér á ýmiskonar veitingum.

Hátíðinni lauk svo með hefðbundnum hætti á Arnarhóli um kvöldið þar sem margir þekktustu tónlistarmenn þjóðarinnar komu fram og flugeldum var skotið á loft.