Ísland nýtur sívaxandi vinsælda hjá erlendum ferðamönnum og koma gestirnir frá öllum heimshornum. Margrét Reynisdóttir segir það miklu skipta að fólk sem vinnur í þjónustu- og verslunarstörfum beri skynbragð á ólíka menningu og siði þessara gesta…
Tækifæri Glaðbeittir ferðamenn við Jökulsárlón. Menningarlæsi bætir þjónustu og fækkar árekstrum.
Tækifæri Glaðbeittir ferðamenn við Jökulsárlón. Menningarlæsi bætir þjónustu og fækkar árekstrum. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Ísland nýtur sívaxandi vinsælda hjá erlendum ferðamönnum og koma gestirnir frá öllum heimshornum. Margrét Reynisdóttir segir það miklu skipta að fólk sem vinnur í þjónustu- og verslunarstörfum beri skynbragð á ólíka menningu og siði þessara gesta bæði til að komast hjá árekstrum og eins til að veita viðskiptavinum sínum ánægjulegri upplifun.

„Þó að aldrei megi alhæfa um einstaklinga þá er ekki hægt að neita því að þjóðir hafa sín sérkenni og mín reynsla er sú, eftir að hafa haldið námskeið um menningarnæmni í um 20 ár, að þegar fólki er gefinn kostur á að læra um ólíka menningu þá geri það vinnudaginn mun áhugaverðari. Þá býður gott menningarlæsi líka upp á tækifæri til að skapa meiri tekjur, hvort sem það felst í því að fá hærra þjórfé eða selja

...