Alien: Romulus ★★★½· Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Leikstjórn: Fede Alvarez. Handrit: Fede Alvarez, Rodo Sayagues og Dan O'Bannon. Aðalleikarar: Cailee Spaeny, David Jonsson, Archie Renaux, Isabela Merced, Spike Fearn og Aileen Wu. Bandaríkin 2024, 119 mín.
Gervimenni David Johnson í hlutverki gervimennisins Andys í Alien: Romulus, sem ætti að hræða margan bíógestinn.
Gervimenni David Johnson í hlutverki gervimennisins Andys í Alien: Romulus, sem ætti að hræða margan bíógestinn.

kvikmyndir

Helgi Snær Sigurðsson

Fáar kvikmyndir hafa vakið annan eins ótta í kvikmyndasögunni og Alien eftir leikstjórann Ridley Scott frá árinu 1979. Var það ekki síst geimverunni að þakka sem myndin er kennd við, sköpunarverki svissneska myndlistarmannsins H.R. Gigers. Fyrirmyndin var sótt í myndasyrpuna „Necronom IV“ sem hann gerði nokkrum árum áður en kvikmyndin var frumsýnd. Geimveran í Alien var vægast sagt hrollvekjandi, stór og mikil og slepjuleg en það sem gerði útslagið var lítið höfuð sem kom út úr munninum á henni. Það var geimvera í geimverunni! Brellurnar sem sjást í myndinni voru verk Ítalans Carlos Rambalds og einhverjar þær skelfilegustu sem þá höfðu sést í kvikmynd.

Alien var frumsýnd fyrir 45 árum og voru brellurnar því af gamla

...