— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Það dylst engum sem leið á um suðvesturhorn landsins að tímar umbrota standa yfir á Reykjanesskaga. Tilkomumiklir skýjabólstrar skreyta himininn yfir skaganum og mikinn reyk leggur frá eldgosinu. Þá loga gróðureldar einnig í kringum eldana. Mikill erill hefur verið á Reykjanesskaganum frá því eldarnir kviknuðu á fimmtudagskvöld og fjöldi erlendra ferðamanna fer beint að skoða eldgosið við komuna til landsins. Fyrst um sinn virðast eldsumbrotin ekki hafa fælt erlenda ferðamenn frá landinu. » 4