Frank Martin Halldórsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1934. Hann lést á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi 31. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Rose Evelyn Halldórsson húsmóðir og Nikulás Marel Halldórsson verkstjóri í Hamri. Systkini hans eru Betsy R. Halldórsson og Georg S. Halldórsson.

Frank varð stúdent frá MR árið 1954 og las guðfræði við Háskóla Íslands. Á námsárunum nam hann guðfræði í Sviss, við The Graduate School of Ecumenical Studies í Chateau de Bossey, og við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi.

Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands í janúar 1959 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 1971.

Kennsluferil sinn hóf hann sem stundakennari við Mýrarhúsaskóla en lengst kenndi hann við Hagaskóla,

...