Um 300 jöklar voru á Íslandi um aldamótin en síðan þá, á tæpum aldarfjórðungi, hafa 70 jöklar á horfið. Þetta eru litlir jöklar sem voru á stærðarbilinu 0,01-3 ferkílómetrar. Þetta segir Hrafnhildur Hannessdóttir, fagstjóri jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands
Flugsýn Ok, sem lengi var sagður minnsti jökull landsins, var afskráður sem slíkur árið 2014. Í innanlandsflugi Icelandair milli Reykjavíkur og Akureyrar blasir þessi staður við á þekktri línu sem flogið er samkvæmt.
Flugsýn Ok, sem lengi var sagður minnsti jökull landsins, var afskráður sem slíkur árið 2014. Í innanlandsflugi Icelandair milli Reykjavíkur og Akureyrar blasir þessi staður við á þekktri línu sem flogið er samkvæmt. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Um 300 jöklar voru á Íslandi um aldamótin en síðan þá, á tæpum aldarfjórðungi, hafa 70 jöklar á horfið. Þetta eru litlir jöklar sem voru á stærðarbilinu 0,01-3 ferkílómetrar. Þetta segir Hrafnhildur Hannessdóttir, fagstjóri jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands. Á Tröllaskaga og Flateyjarskaga hafa um 25 jöklar horfið og í fjalllendi Austfjarða rúmlega 20 slíkir. Í Kerlingarfjöllum heyra átta jöklar sögunni til og 10 í fjöllunum austan Vatnajökuls. Ok var afskráður sem jökull árið 2014 og

...