Leikhúsfræði Dr. Sveinn Einarsson er með helstu sérfræðingum landsins um leikhúsfræði og leiklistarsögu.
Leikhúsfræði Dr. Sveinn Einarsson er með helstu sérfræðingum landsins um leikhúsfræði og leiklistarsögu. — Morgunblaðið/Eggert

Inngangsorð

Margir hafa spurt sig, lærðir og leikir, hvernig verður listaverkið til? Svörin eru mörg og sennilega öll jafn ófullnægjandi. Að lýsa fæðingu listaverks er svolítið eins og að kæfa ófætt barn. Náttúran hefur sinn gang, blind og skyggn í senn, og ótrúlega ratvís án fræðilegrar leiðsagnar. Samt munu flestir á því að gott sé að kunna eitthvað fyrir sér, lesa sér til, sjá hvað aðrir eru að gera, læra af reynslunni.

Fleiri hafa reynt að lýsa hvernig leikrit verður til sem bókmenntaverk, svo dæmi sé tekið, en leiksýning sem listaverk. En hér verður einmitt reynt að blanda sér í slíka orðræðu, einkum af því að lítið hefur verið skrifað um þessa hluti á íslensku. Margt er líkt í fræðunum, en svo kann að vera að aðgerð og nálgun leikhúsfræðingsins skeri sig að sumu leyti frá öðrum húmanískum fræðum og sé því forvitnilegri en ella. Þessari bók er

...