Davíð Þorláksson
Davíð Þorláksson

Jafn þokukennd og svör framkvæmdastjóra fyrirtækisins með rangnefnið, Betri samgangna, voru í viðtali við mbl.is fyrir helgi, þá voru þau afar upplýsandi. Davíð Þorláksson var spurður út í „umferðar- og flýtigjöldin“, þ.e.a.s. bílaskattana, sem á að leggja á til að standa undir fyrirhugaðri borgarlínu. Þessa skatta á að leggja á eftir fimm ár og eiga þeir að nema 13 milljörðum króna á ári.

Engin útfærsla liggur fyrir um þessa nýju skatta og um upphæðina sagði framkvæmdastjórinn að miðað væri við „nokkur hundruð krónur á dag“. Losaralegra verður það varla, enda töluverður munur á til dæmis 300 krónum og 700 krónum.

Þá var hann spurður um mánaðarlegan kostnað fyrir fjölskyldu vegna skattsins en vildi frekar tala um gjald á hvern bíl. Að tala um fjölskyldu væri villandi því að „þá ertu alltaf kominn með hærri

...