„Þetta er geggjuð borg, risaborg. Það er mjög gaman að vera komin hingað til Spánar,“ sagði Hildur Antonsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Hildur samdi í síðustu viku við Madrid CFF, sem leikur í efstu…
Öflug Hildur Antonsdóttir hefur fest sig í sessi sem lykilmaður hjá íslenska landsliðinu og reynir nú fyrir sér í sterkri efstu deild Spánar með Madrid CFF, sem var stofnað árið 2010. Liðið hafnaði í sjötta sæti á síðasta tímabili.
Öflug Hildur Antonsdóttir hefur fest sig í sessi sem lykilmaður hjá íslenska landsliðinu og reynir nú fyrir sér í sterkri efstu deild Spánar með Madrid CFF, sem var stofnað árið 2010. Liðið hafnaði í sjötta sæti á síðasta tímabili. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Spánn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Þetta er geggjuð borg, risaborg. Það er mjög gaman að vera komin hingað til Spánar,“ sagði Hildur Antonsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Hildur samdi í síðustu viku við Madrid CFF, sem leikur í efstu deild Spánar og er eins og heiti félagsins gefur til kynna í höfuðborginni þar í landi.

„Fyrstu kynni af félaginu eru mjög góð. Ég kom fyrir um það bil viku og er búin að vera í fullt af læknisskoðunum.

Þetta lítur allt mjög vel út hjá félaginu, það er allt mjög fagmannlegt. Ég byrja að æfa á morgun [í dag] þegar ég er búin að klára allar læknisskoðanir,“ sagði hún um nýja félagið

...