Dómkvaddur matsmaður telur að Sveinn Andri Sveinsson hrl. hafi, sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 ehf., skrifað á sig of margar vinnustundir við slit á búinu auk þess að hafa innheimt of hátt tímagjald
Sveinn Andri Sveinsson hrl.
Sveinn Andri Sveinsson hrl.

Gísli Freyr Valdórsson

gislifreyr@mbl.is

Dómkvaddur matsmaður telur að Sveinn Andri Sveinsson hrl. hafi, sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 ehf., skrifað á sig of margar vinnustundir við slit á búinu auk þess að hafa innheimt of hátt tímagjald. Kostnaður við skipti félagsins nam tæplega 200 milljónum króna en þóknun til Sveins Andra nam um 170 milljónum króna.

Í matsgerð sem matsmaður skilaði í júní sl., og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að hæfileg þóknun til skiptastjóra hefði átt að nema 74-87 milljónum króna. Þá hefði fjöldi vinnustunda átt að nema á bilinu 1.600-1.900, en samtals voru tæplega 3.450 vinnustundir skráðar við slit á búinu. Þannig telur matsmaður að tímafjöldi og tímaverð hafi hvort tveggja verið oftalið við skiptin.

...