Bjarki Steinn Bjarkason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Venezia á Ítalíu, er á leið í aðgerð í næstu viku vegna kviðslits. Fótbolti.net greinir frá því að meiðslin hafi haldið Bjarka Steini frá keppni í byrjun tímabilsins og því hafi hann …
Meiddur Bjarki Steinn Bjarkason verður ekki með íslenska liðinu.
Meiddur Bjarki Steinn Bjarkason verður ekki með íslenska liðinu. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Bjarki Steinn Bjarkason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Venezia á Ítalíu, er á leið í aðgerð í næstu viku vegna kviðslits. Fótbolti.net greinir frá því að meiðslin hafi haldið Bjarka Steini frá keppni í byrjun tímabilsins og því hafi hann ekki verið í leikmannahópi Venezia í fyrstu leikjum þess. Ljóst er að Bjarki Steinn verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefni, leikjum gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.