Tónleikar á Ráðhústorgi, draugaslóð á Hamarkotstúni og víkingahátíð eru viðburðir á Akureyrarvöku sem haldin verður um næstu helgi, 30. ágúst-1. september. Um 80 atriði, lítil sem stór, eru á dagskránni, sem er ítarlega kynnt á akureyrarvaka.is…
Akureyri Gleði í Gilinu undir bláhimni blíðsumarsnætur.
Akureyri Gleði í Gilinu undir bláhimni blíðsumarsnætur. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Tónleikar á Ráðhústorgi, draugaslóð á Hamarkotstúni og víkingahátíð eru viðburðir á Akureyrarvöku sem haldin verður um næstu helgi, 30. ágúst-1. september. Um 80 atriði, lítil sem stór, eru á dagskránni, sem er ítarlega kynnt á akureyrarvaka.is
Hátíðarhöldin hefjast formlega með Rökkurró í Lystigarðinum kl. 20.30 á föstudagskvöld þar sem boðið verður upp á ýmis tónlistaratriði, dans og rómantíska stemningu í upplýstum garðinum.

...