Pétur Stefánsson teygði úr sér þegar hann vaknaði í gær, dró gluggatjöldin frá og hrökk þá upp úr honum: Góðir hálsar góðan dag, göngu lífsins vandið. Nú er loksins breytt um brag, baðar sólin landið

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Pétur Stefánsson teygði úr sér þegar hann vaknaði í gær, dró gluggatjöldin frá og hrökk þá upp úr honum:

Góðir hálsar góðan dag,

göngu lífsins vandið.

Nú er loksins breytt um brag,

baðar sólin landið.

Það hefur nefnilega verið svolítil rigningartíð. Davíð Hjálmar Haraldsson fór ekki varhluta af því:

Þrálátt regn á rúðu grætur,

raunum fyllir mig og sút.

Blotna ég í báða fætur

bara við að horfa út.

En regninu slotar alltaf um síðir, eins og Davíð Hjálmar komst að raun um:

Inn

...