Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Hin alvarlega og dýra bilun sem varð í hreyflum gæsluflugvélarinnar TF-SIF kemur sér afar illa fyrir Landhelgisgæsluna sem hefur búið við þröngan fjárhag um margra ára skeið.

Til skoðunar er í dómsmálaráðuneytinu hvernig brugðist verði við þessu höggi sem Landhelgisgæslan hefur orðið fyrir.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi kom upp tæring í hreyflum flugvélarinnar. Voru hreyflarnir sendir til viðgerðar í Kanada. Kostnaður vegna viðgerðar á hreyflunum er áætlaður rúmar 300 milljónir króna. Við þetta bætist að vélin gat ekki farið í umsamið verkefni á Miðjarðarhafi fyrir Frontex,

...