Knattspyrnukonan Selma Sól Magnúsdóttir gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Rosenborg á nýjan leik á dögunum eftir hálft ár hjá Nürnberg í þýsku 1. deildinni en hún skrifaði undir 18 mánaða samning í Noregi
Laugardalsvöllur Selma Sól Magnúsdóttir skrifaði undir 18 mánaða samning í Noregi en hún á að baki 41 A-landsleik fyrir Ísland og fjögur mörk.
Laugardalsvöllur Selma Sól Magnúsdóttir skrifaði undir 18 mánaða samning í Noregi en hún á að baki 41 A-landsleik fyrir Ísland og fjögur mörk. — Morgunblaðið/Eggert

Noregur

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Selma Sól Magnúsdóttir gekk til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Rosenborg á nýjan leik á dögunum eftir hálft ár hjá Nürnberg í þýsku 1. deildinni en hún skrifaði undir 18 mánaða samning í Noregi.

Selma Sól, sem er 26 ára gömul, hélt út í atvinnumennsku árið 2022 þegar hún gekk til liðs við norska félagið frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik. Hún lék með Rosenborg í tvö tímabil, 2022 og 2023, áður en hún gekk til liðs við Nürnberg í janúar síðastliðnum en þýska félagið féll úr efstu deild Þýskalands síðasta vor.

„Mér hefur alltaf liðið vel í Noregi og að koma aftur til Rosenborg var í raun bara aðeins eins og að koma aftur heim,“ sagði Selma Sól í samtali

...