Helga Guðrún Kristinsdóttir sóknarmaður Fylkis var besti leikmaður 18. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins.

Helga Guðrún átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Fylkir gerði jafntefli gegn Þór/KA, 2:2, í Árbænum, sunnudaginn 25. ágúst, en 18. umferðin var öll leikin á sunnudaginn.

Helga Guðrún skoraði tvívegis í leiknum, fyrst á 11. mínútu þegar hún jafnaði metin í 1:1 með skalla úr teignum af stuttu færi. Hún kom Fylki svo yfir á 40. mínútu þegar hún nýtti færi sitt vel og skoraði fram hjá Shelby Money í marki Akureyringa.

Helga Guðrún, sem varð 27 ára gömul laugardaginn 24. ágúst, hélt upp á afmælið með því að skora tvennu en hún er uppalin í Grindavík. Alls á hún að baki 27 leiki í efstu deild með

...