Útvarpsstöðin BBC World Service, sem hægt er að hlusta á hér, er oft með forvitnilegt efni og nýlega var rifjuð þar upp sagan af heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu, sem haldið var í Mexíkóborg árið 1971 á vegum FEIFF, sambands evrópskra kvennaliða
Þrenna Susanne Augustesen skoraði öll mörkin.
Þrenna Susanne Augustesen skoraði öll mörkin.

Guðmundur Sv. Hermannsson

Útvarpsstöðin BBC World Service, sem hægt er að hlusta á hér, er oft með forvitnilegt efni og nýlega var rifjuð þar upp sagan af heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu, sem haldið var í Mexíkóborg árið 1971 á vegum FEIFF, sambands evrópskra kvennaliða. Danmörk vann Mexíkó í úrslitaleik 3-0 og Susanne Augustesen, 15 ára, skoraði öll mörkin.

Þessi saga hefur til þessa ekki farið hátt en nú hefur verið gerð heimildarmynd um keppnina, Copa 71, sem hefur vakið talsverða athygli. Í þættinum Outlook á BBC var rætt við tvær konur sem spiluðu í danska liðinu, Ann Stengård og Birte Kjems. Það var ótrúlegt að hluta á þær lýsa aðstæðunum sem kvennaknattspyrna bjó við á þessum árum. Hún var í reynd ekki viðurkennd íþrótt og Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, reyndi að koma í veg fyrir að mótið

...