Í dag er breyttur veruleiki, fólk er að vinna á mismunandi tímum og sinna hugðarefnum sínum og því eru póstboxin frábær lausn.
Bergvin Oddsson
Bergvin Oddsson

Bergvin Oddsson

Í Morgunblaðinu þann 26. ágúst skrifaði fyrrum sveitungi minn og flokksfélagi í Samfylkingunni, Jón Ingi Cæsarsson, fyrrum formaður Póstmannafélags Íslands og fyrrum stjórnarmaður í Íslandspósti, áhugaverða grein í blaðið undir yfirskriftinni Mun Íslandspóstur lifa af? Þar reifar Jón Ingi áhyggjur sínar af því að fyrirtækið muni fljótlega gefa upp öndina og pakka saman, þar sem engar nýjungar hafi átt sér stað innan fyrirtækisins og pakkasendingar verði eina vörusala Íslandspósts í framtíðinni. Ég leyfi mér að snúa við spurningu Jóns Inga og spyrja: Þarf Íslandspóstur að lifa af? Af hverju í ósköpunum mega einkaaðilar ekki sjá um þessa þjónustu? Loksins er búið að afnema einkaleyfi Íslandspósts til að bera út venjuleg bréf. Vill Jón Ingi hverfa aftur til gömlu póstkrafnanna og loka vínbúðunum á t.d. Blönduósi og á Hólmavík og endurvekja áfengissendingar til íbúa á landsbyggðinni

...